Efling styður Rannsóknarsetur

20. 12, 2005

Merkur áfangi

Efling styður Rannsóknarsetur um fjölskylduvernd

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu skrifa undir samninginn.

Í morgun var skrifað undir samstarfssamning um Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands. Meginmarkmið rannsóknarseturs um barna og fjölskyldurannóknir er að efla fjölskyldu og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vettvangur rannsókna á þessu sviði. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir sagðist fagna þessum merka áfanga í starfi Eflingar. Við gerum ráð fyrir gagnkvæmum ávinningi Háskólans og stuðningsaðila af þessu starfi, sagði hún

Efling-stéttarfélag er einn af eftirtöldum aðilum sem standa að samstarfi um stofnun Rannsóknarsetursins en það eru Barnaverndarstofa, Heilbrigðis og tryggingaráðuneytið, Félagsmálráðuneytið,Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær í samvinnu við Félagsráðgjararskor HÍ.

Það kom fram við þessa athöfn hversu mikilvægt er að huga að fjölskyldunni og börnunum í síbreytilegu þjóðfélagi sem með auknum hraða og áreiti eru að glíma við samkeppni um tímann, gildin og samverustundirnar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir 1. varaformaður Eflingar-stéttarfélags skrifaði undir samstarfssamninginn fyrir hönd Eflingar-stéttarfélags.