Ennþá ósamið við fjölmarga hópa – Samninganefndir funda

25. 08, 2015

Um 20% félagsmanna Eflingar er ennþá með lausa samninga og vænta þess að fá samsvarandi launahækkanir og aðrir hópar hafa fengið það sem af er þessu ári.  Þá er bæði horft til niðurstöðu í taxtaumhverfi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í maí síðastliðnum og eins úrskurð Gerðardóms í málum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 14. ágúst síðastliðnum.IMG_3710Haldnir hafa verið fundir með samninganefnd Reykjavíkurborgar en um 2000 félagsmenn Eflingar starfa hjá Reykjavíkurborg.  Samningur við Reykjavíkurborg var laus 1. maí síðastliðinn en það gildir einnig um aðra hópa sem heyra undir opinbera sviðið svo sem ríkið, hjúkrunarheimili og aðrar sjálfseignarstofnanir. Þá eru samningar lausir við sveitarfélög sem heyra undir Samband íslenskra sveitarfélaga svo sem Kópavog, Seltjarnarnes og Hveragerði. Það sama gildir um hópa sem almennt hafa tekið mið af niðurstöðum sveitarfélagasamninga svo sem einkareknir leikskólar, Sorpa, Orkuveitan og Faxaflóahafnir.Kjarasamningsviðræður eru nú í fullum gangi fyrir þá hópa sem ennþá er ósamið við en rík áhersla hefur komið fram af hálfu samninganefnda félagsins að ekki verði samið um lakari niðurstöðu en aðrir hópar hafa samið um það sem af er þessu ári.