Grunnmenntaskólinn

11. 07, 2014

Grunnmenntaskólinn

Ert þú með stutta skólagöngu að baki? Viltu byrja aftur í skóla?

Þá er Grunnmenntaskólinn nám fyrir þig. Tilvalinn grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustundir fyrir fólk 20 ára og eldri. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.
Næstu hópar:  18. mars 2013 og stendur í rúma þrjá mánuði. Kennt verður eftir hádegi fimm daga vikunnar. 12:20-16:00
Við getum enn bætt við nemendum. Fræðslusjóðir Eflingar styrkja námið

Sjáðu kynningarmyndband um Grunnmenntaskólann hér

Markmið
• Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum
• Að auka sjálfstraust til náms
• Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
• Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð
• Að styrkja stöðu á vinnumarkaði