Kjarasamningar í uppnámi

-Samningsforsendur að bresta

Allt stefnir í að samningsforsendur á almennum markaði séu brostnar, þar sem að verðbólga hefur farið vaxandi og er nú 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%. 

Í nóvember munu fulltrúar ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins meta stöðuna og þurfa samningsaðilar að koma sér saman um niðurstöður og viðbrögð við þeim fyrir 10. desember, en þá rennur út uppsagnarfrestur kjarasamningsins. 

Annars gildir samningurinn til 31. desember 2007.  Í nóvember 2006 er svo aftur hægt að taka samningsforsendur til endurskoðunar ef kjarasamningnum verður ekki sagt upp nú í árslok 2005.