Stjórnun á slysavettvangi

[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]Áhugavert námskeið sem er sérstaklega gagnlegt atvinnubílstjórum. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnar-félagsins Landsbjargar.Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum en er öllum opið. Farið verður farið yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi. Hvað þarf að hafa í huga til að tryggja rétt vinnubrögð, hvernig fáum við yfirsýn, hvernig komum við upplýsingunum frá okkur til þar til gerðra aðila. Farið verður bæði yfir minni sem og stærri slys ásamt þeim ferlum sem fara í gang í stærri aðgerðum. Þá er einnig farið yfir hvernig skuli standa að því að óska eftir og svo taka á móti þyrlu þegar þess þarf.  Leiðbeinendur og nemendur miðla af reynslu sinni. Námskeiðið er haldið af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er 3 klukkustundir að lengd.Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 11. október 2017 frá kl. 18.30 – 21.30. Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1 – 4. hæð.Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510-7500 eða á netfang efling@efling.isNámskeiðin eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu. [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]