Verkakonur í fortíð og nútíð

Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára

Í tilefni þess að þann 25. október n.k. verða 100 ár liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar standa Efling-stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október.

Húsið opnar kl. 12:30, dagskrá hefst kl. 13:00.

Dagskrá:
12:30       Húsið opnar –  Myndasýning og harmónikkuleikur
13:00       Setning – Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags
13:10       Af hverju sérfélög verkakvenna á Íslandi?
Dr. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur
13:30       Sambland af sælu og kvöl
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra
13:50       Pallborðsumræður – Horft um öxl
Fyrrverandi stjórnarkonur í Verkakvennafélaginu Framsókn
Pallborði stýrir Maríanna Traustadóttir, ASÍ
14:30       Kaffi
14:50       Kynjamyndir: Umönnun og ræstingar eða sjórinn og álið?
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS
15:10       Pallborðsumræður – Staða verkakvenna í dag
Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra
Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar-stéttarfélags
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
Pallborði stýrir Halldór Oddsson, ASÍ
15:50       Ráðstefnuslit – Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ

Ráðstefnustjóri: Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands