Landnemaskólinn hófst 25. okt.

11. 10, 2005

Landnemaskólinn er 120 kennslustunda íslenskunám þar sem að áhersla er lögð á íslenskt talmál og nytsama þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu þar sem námsmenn afla sér upplýsinga svo sem á veraldarvefnum, í fjölmiðlum og hjá stofnunum. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta eigi skólann til styttingar á námi í framhaldskólum.