Tala bara íslensku hér heima

Tala bara íslensku hér heima

– segir Erdogan Özcan

Erdogan Özcan, kom hingað frá Tyrklandi í febrúar árið 2000 og fékk vinnu hjá Mjólkursamsölunni. Hann segist hafa farið á íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur skömmu eftir komuna til landsins en sig hafi langað til þess að læra meira og ákveðið að sækja um í Landnemaskólanum.  

Erdogan segir að nemendur hafi byrjað í sjálfstyrkingu en síðan hafi áhersla verið lögð á íslenskt talmál og nytsama þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námstíminn var mjög skemmtilegur og kennararnir reyndust hópnum mjög vel. Eftir útskriftina bauð einn kennarinn okkur uppá veitingar heima heima hjá sér og þegar við höfðum gert þeim góð skil spjölluðum við saman um námið og rifjuðum upp skemmtileg atvik í náminu.

Það er mjög mikilvægt að þeir sem fara í svona nám, haldi áfram að æfa sig og þess vegna hef ég sett mér það markmið að tala bara íslensku hér heima, eins og ég hef gert undanfarna mánuði, sagði Erdogan að lokum.