Ungt fólk í upphafi starfs

10. 10, 2006

Vinnuverndarvika 23. – 27. október 2006

Ungt fólk í upphafi starfs – viðurkenning til fyrirtækja

Árlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaksverkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan. Nú í ár er vinnuverndarvikan helguð ungu fólki og er yfirskrift hennar Örugg frá upphafi. Markmið vinnuverndarvikunnar eru að auka þekkingu ungmenna á vinnuvernd og stuðla að því að þau séu „örugg“ frá upphafi starfsævinnar. Hugtakið „öryggi“ vísar í þessu samhengi til öryggismála en einnig sjálfsöryggis og vellíðunar í vinnu. Jafnframt er markmið vikunnar að auka meðvitund fólks almennt í þjóðfélaginu um réttindi, skyldur og sérstöðu ungs fólks á vinnumarkaði

Í tengslum við vinnuverndarvikuna er fyrirhugað að veita vinnustöðum viðurkenningu sem standa sig vel í að skapa ungu fólki gott vinnuumhverfi og stuðla að því að þau séu „örugg“ frá upphafi starfs. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem gætu verið verðug að hljóta slíka viðurkenningu.

Eru þeir sem hafa ábendingar um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á þessu sviði hvattir til að koma ábendingum sínum til Vinnueftirlitsins fyrir 14. október nk. Hægt er að senda tölvupósti eða hafa samband símleiðis (s. 550 4600). Tenglar eru Ása Ásgeirsdóttir deildarstjóri fræðsludeildar (asa@ver.is) og Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar (torunn@ver.is).