Fræðslustyrkir hækka árið 2007

19. 01, 2007

Aukin tækifæri félagsmanna Eflingar

Fræðslustyrkir hækka árið 2007

Stjórnvöld ákváðu fyrir nokkru að veita auknu fé til íslenskukennslu og endurmenntunar fyrir félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi. Með þessum framlögum af hálfu ríkisins til þessa málaflokks verður nú hægt að hækka styrki úr fræðslusjóðunum hjá Eflingu- og Reykjavíkurborg og hjá Eflingu með ríki og hjúkrunarheimilum.
Hæsti styrkur til náms verður 60.000.- þúsund krónur þannig að ef fólk greiðir sem dæmi námskostnað kr. 80.000.- þá fær það kr. 60.000.- endurgreiddar.
Almennt er greitt fyrir formlegt nám í framhaldsskólum 75% af námskostnaði.
Ef um starfstengt nám er að ræða sem er í samvinnu Eflingar-stéttarfélags og viðkomandi stofnunar eða vinnusviðs félagsins þá getur verið um 90% endurgreiðslu að ræða.
Tómstundanámsstyrkir hækka í 18.000.- þó aldrei meira en 50% af námskostnaði. Þá mun greiðsla vegna náms og kynnisferða hækka úr 25.000.- í 30.000.

Þessar reglur taka gildi frá 1. janúar 2007.