Til hamingju – boðinn

14. 04, 2008

Til hamingju

segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar

Heitum því að vinna eins vel fyrir félagsmenn og kostur er

Þetta er stórmerkileg niðurstaða, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar þegar honum bárust fréttir af úrslitum atkvæðagreiðslu Boðans. Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá okkur í samtölum okkar við fólk á svæðinu að meirihluti væri fyrir því að sameinast Eflingu. En okkur óraði ekki fyrir svona nær einróma samstöðu, segir Sigurður.  Það sem ég get heitið félagsfólki í Boðanum er að við munum leitast við að vinna eins vel og við getum fyrir félagsmenn í Boðanum eins og við leggjum okkur fram gagnvart öllu félagsfólki, segir hann.

Sigurður segir að það hafi verið ánægjulegt að vinna að þessari sameiningu með Boðanum. Bjartsýni og framsýni hafi einkennt forystufólk og félagsmenn  Boðans. Augljóst er að félagsmenn litu á sameininguna sem tækifæri til að bæta launaumhverfi og réttindi sín. Það sem við erum að gera með þessari sameiningu er kannski nýr tónn miðað við eldri sameiningar,s egir hann. Hjá Boðanum er sameiginleg ákvörðun að halda  áfram þjónustuskrifstofu í Hveragerði þannig að fólk hefur aðgang að góðri þjónustu á svæðinu en þar en við bætist umfangsmikil þjónusta og réttindi í gegnum Eflingu í Reykjavík.

Ég get ekkert annað en sagt við félagsmenn Boðans en við við erum afskaplega stolt af þessari niðurstöðu og fólkið í Boðanum fær okkar  bestu hamingjuóskir frá Eflingu. Ég veit að þetta verður nýr áfangi í starfi okkar sem mun gera Eflingu-stéttarfélag að enn stærra og sterkara félagi, segir hann.