Ríki og hjúkrunarheimili – viðræður þokast áfram

19. 05, 2008

Samningar við ríki og hjúkrunarheimili

Viðræður þokast áfram

Fundað var með forsvarsmönnum stærstu hjúkrunarheimilanna fyrir helgi og samninganefnd ríkisins um helgina.  Segja má að viðræður séu komnar á visst skrið og standa enn vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum fljótlega.  Í þessum viðræðum er verið að tala um krónutöluhækkun svipað og á almenna markaðnum og samningstíma til haustsins 2009.  Þá hafa einnig viðræður átt sér stað um breytingu á vaktavinnukerfinu.