Samningar við hjúkrunarheimilin

29. 05, 2008

Samningar við hjúkrunarheimilin

Í undirbúningi

Nú þegar samningar við ríkið hafa verið undirritaðir hefur strax verið hafist handa við að ganga frá samningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum en bein tenging er milli þessara samningssviða. Gert er ráð fyrir því að samningarnir verði á mjög svipuðum nótum og við ríkið. Meðan á samningunum við ríkið stóð fylgdust trúnaðarmenn hjúkrunarheimilanna með framvindu þeirra en nú þarf að funda með forsvarsmönnum hjúkrunarheimilanna og annara stofnana til að komast að niðurstöðu. Ef fjárlagaheimildir nást til að ganga frá málunum á sömu nótum og ríkið eiga þessi samningamál að geta gengið mjög hratt fyrir sig.

Þessir samningar runnu út á sama tíma og samningur við ríkið eða 31. mars sl. Fulltrúar félaganna leggja kapp á að ná samningum sem fyrst til að vinna gegn þeirri kjaraskerðingu sem fylgir ört hækkandi vísitölu.