Mikil stífni í samningum við Orkuveituna

13. 06, 2008

Mikil stífni í samningum við Orkuveituna

Viðræðum frestað

Eftir þrotlausar setur í húsakynnum ríkissáttasemjara var viðræðum samninganefndar Eflingar við Orkuveituna frestað í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.  Það hefur reynt talsvert á þolrif samninganefndarinnar að undanförnu. Allt frá upphafi viðræðna hefur samninganefndin mætt mikilli stífni af hálfu Orkuveitunnar og virðast samningamenn OR vera í allt öðrum hugleiðingum en að semja við sitt fólk um launahækkanir á svipuðum nótum og gert hefur verið við aðra sambærilega hópa nú undanfarið. Í samninganefnd Eflingar eru fulltrúar starfsfólks sem sinna fjölbreyttum störfum hjá Orkuveitunni, svo sem útistörfum við lagnavinnu, mötuneytisstörfum, ræstingu og vinnu við fráveitu