Hítarvatn og Skógarströnd

21. 07, 2008

Spennandi dagsferðir Eflingar 30. ágúst og 6. september

Hítarvatn og Skógarströnd

Dagsferðir Eflingar – stéttarfélags hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið boðið upp á tvær dagsetningar og er svo einnig í ár. Ferðirnar í haust verða dagana 30. ágúst og 6. september. Að þessu sinni verður farið  að Hítarvatni og um Skógarströnd.  Stoppað verður í Félagsheimilinu Breiðablik og í Bjarnarhöfn. Kaffi verður drukkið á Hótel Borgarnesi á leiðinni heim.

Eins og nafnið bendir til er Hítarvatn í Hítardal í mjög fallegu umhverfi. Vatnið er ekki í  alfaraleið og þess vegna getur þetta verið nýr áfangastaður fyrir marga.
Við förum yfir Heydalinn á Skógarströndina. Fallega sveit á norðanverðu Snæfellsnesi  þar sem  góður leiðsögumaður getur sagt okkur frá mörgu skemmtilegu. Til baka verður farið yfir Vatnsdalsheiði eftir viðkomu í Bjarnarhöfn þar sem margt er að skoða og fróðleik að finna.

Hið vinsæla kaffihlaðborð, sem alltaf er boðið uppá í Eflingarferðum, verður á Hótel Borgarnesi.

Lagt er af stað kl. 8.15 frá Sætúni 1 og áætlað er að vera komin heim um hálf níu.

Verð kr. 3.000,-

Nánast fullbókað er í ferðina 30. ágúst en nokkur sæti eru enn laus þann 6. september.

Skráning fer fram á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 og í síma 510 7500.