Faghópur leikskólaliða – Fjölmenning út frá barninu sjálfu

17. 10, 2008

Faghópur leikskólaliða
Fjölmenning út frá barninu sjálfu
– segir Fríða Bjarney Jónsdóttir

Á fundi sem Faghópur leikskólaliða hélt í vikunni kom fram hjá Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, að mikilvægt væri að sjá fjölmenningu í verki út frá barninu sjálfu frekar en þjóðlandinu  t.d. með þeim hætti að barnið kæmi með mynd af fjölskyldu sinni.

Í athyglisverðu erindi Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttu um fjölmenningu lagði hún m.a. áherslu á að allir hópar leikskólabarna eru samsettir úr ólíkum einstaklingum m.a. vegna uppruna þeirra, þroska, persónugerðar, félagslegra aðstæðna, hæfni, tilfinninga og hegðunar. Starf leikskólans á að vera skipulagt þannig að allir nemendur fái tækifæri til þess að taka þátt og vera virkir. Fjölmenningarlegir kennsluhættir eru nauðsynlegir í öllum barnahópum. Þar sem börn af erlendum uppruna eru er þessir kennsluhættir jafnsjálfsagðir.

Sigurrós Kristinsdóttir,  varaformaður Eflingar fór yfir stöðuna í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg.

Fjölmennt var á þessum fundi og almenn ánægja með það efni sem farið var yfir á fundinum.