Dagsferð í Þjórsárdal

30. 06, 2009

Spennandi dagsferð í Þjórsárdal

Skráning hefst  1. júlí

Dagsferðir Eflingar eru vinsælar en þær eru jafnan á dagskrá félagsins þegar sumri hallar. Boðið hefur verið upp á tvo laugardaga síðustu ár þar sem mikil aðsókn hefur verið í ferðirnar. Farið verður laugardagana 15. og 22. ágúst. Að þessu sinni valdi ferðanefnd Eflingar Þjórsárdal undir dagsferðina en þar eru margar náttúruperlur sem hægt er að skoða á þessum fjölsótta og fagra dal á Suðurlandi. Nú er um að gera að taka dag frá og láta skrá sig 1. júlí þegar sala hefst í ferðirnar.
Margt er að skoða í Þjórsárdal og má þar nefna Þjóðveldisbæinn, Stöng þar sem talið er að Gaukur Trandilsson hafi búið á 10. öld. Hér gerðist mikil ástarsaga Gauks og húsfreyjunnar á Steinastöðum sem var ástkona hans eins og vísan fræga ber með sér.

Þá var öldin önnur,
Er Gaukur bjó á Stöng,
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng

Rústir hins forna bæjar á Stöng voru hafðar til fyrirmyndar er Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal var reistur í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar, í grennd við grunn Skeljastaða, á árunum 1974-1977. Á svæðinu eru fjölmargar náttúrugersemar svo sem hinn tignarlegi Háifoss sem er 122 metra hár, Hjálparfoss og Gjáin svo fátt eitt sé nefnt.

Við ökum eins og leið liggur að Félagsheimilinu Árnesi og leggjum upp þaðan. Í fyrri ferðinni hafa verið þrjár rútur og verður skipulag miðað við að fólk hafi rúman tíma á hverjum áningarstað. Það er alltaf gaman að koma í Þjóðveldisbæinn sem er eftirmynd þúsund ára gamals bæjarhúss sem eyddist í fyrsta Heklugosinu á sögulegum tíma.

Hið vinsæla kaffihlaðborð, sem alltaf er boðið uppá í Eflingarferðum, verður í Félagsheimilinu Árnesi.

Taktu frá dag í ferð Eflingar

Laugardagarnir 15. ágúst og 22. ágúst 2009.

Lagt er af stað kl. 8.15 frá Sætúni 1 og áætlað er að vera komin heim um kl. 20.00
Verð kr. 3.000,-
Skráning hefst miðvikudaginn 1. júlí á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 og í síma 510 7500.