Viðræður við hjúkrunarheimili vísað til ríkissáttasemjara

28. 08, 2009

Viðræður við hjúkrunarheimili

Vísað til ríkissáttasemjara

Það var þungt hljóðið í trúnaðarmönnum Eflingar og Hlífar sem sitja í samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) en eins og fram hefur komið á heimasíðunni þá hefur SFH enn ekki samþykkt að ganga frá launahækkunum á samskonar nótum og niðurstaða hefur orðið við aðra viðsemjendur félagsins.

Fundargestir lýstu jafnframt furðu sinni yfir því að enn og aftur séu forsvarsmenn SFH
 að beita láglaunahópum í viðræðum sínum við heilbrigðisráðuneytið til þess að knýja fram hærri rekstrarfjárhæðir.

Niðurstaða fundarins var að vísa deilunni til sáttasemjara.