Samkomulag við hjúkrunarheimilin

24. 09, 2009


Samkomulagið við hjúkrunarheimilin

Yfirgnæfandi stuðningur

Í dag var talið í atvkæðagreiðslu  um samkomulagið um breytingar á kjarasamningi Eflingar-stéttarfélags og Vlf. Hlífar í Hafnarfirði við SFH – Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykkti samkomulagið.

Atkvæði féllu þannig að  263 eða 85% samþykktu samkomulagið.
41 eða 13% höfnuðu samningnum
Auðir og ógildir seðlar voru 5

Samkomulagið  er því samþykkt.