mikið spurt um framlengingu kjarasamninga

Mikið spurt um

Framlenginguna á almennum markaði

Þann 25. júní 2009 náðist samkomulag um eftirfarandi breytingar á kjarasamning SA og Eflingar sem gerður var 17. febrúar 2008:

Launataxtar hækkuðu um 6.750.- krónur þann 1. júlí 2009 og aftur þann 1. nóvember um sömu krónutölu kr. 6.750.-

Þeir sem enga hækkun höfðu fengið frá 1. janúar 2009 og voru ekki á kauptaxta fengu launaþróunartryggingu sem nam 3,5% og ef um hækkanir á launum var að ræða á þessu tímabili þá drógust þær frá 3,5%.

1. júní 2010 hækka laun um 2,5% taki laun ekki mið af kauptöxtum.  En kauptaxtar hækka þá um 6.500 kr.

Sjá nánar aðalkjarasamning SA og Eflingar og kauptaxtana á heimasíðunni.

Varðandi ríki, sveitarfélög, hjúkrunarheimili og Reykjavíkurborg er bent á síðu kjaramála.