Ræstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórar

30. 12, 2009

Ný rannsókn sýnir að

Ræstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórar

Ný rannsókn New Econmics Foundation sýnir að ræstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórar. Samkvæmt nýrri aðferðafræði  sem NEF hefur þróað til að meta félagslegt gildi ýmissa starfa kemur í ljós að ræstingarfólk sjúkrahúsa býr til verðmæti sem nemur meira en 10 sterlingspundum fyrir hvert pund sem það fær í laun. En bankastjórar í fjármálahverfi  Lundúna , sem eru með 500 þúsund pund í laun, farga 7 pundum fyrir hvert eitt sem þeir búa til í tekjum. Þetta er merkileg niðurstaða ekki síst með tilliti til þróunar síðustu ára  hér á landi þar sem stöðugt hefur verið þrengt að ræstingarfólki með útboðum og meiri vinnu fyrir sömu eða jafnvel lægri laun.

Samkvæmt rannsókn NEF kemur fram aðendurskoðendur í skattamálum fá mun verri útreið en bankastjórarnir. Þeir eyðileggja 47 pund fyrir  hvert pund sem verður til í höndum þeirra. Auglýsingastjórar fá heldur skárri útreið en þeir farga 11 sterlingspundum fyrir hvert eitt sem þeir afla.

NEF segjast komast að þessum niðurstöðum með því að skoða hvað fjárfesting gefur af sér og þá sérstaklega með hliðsjón af breiðari sýn á hugtakið virði.

Þegar  metið var framlag til samfélagsins, þá tók NEF með í reikninginn, árlegt meðalframlag bankanna í fjármálahverfi London til efnahagslífsins, skatta til ríkisins og störf sem urðu til í fjármálageiranum. Á móti þessu kemur kostnaður af fjármálakreppunni, sem varð til vegna ákvarðana sem teknar voru í fjármálahverfinu  en afleiðing þessara röngu ákvarðana leiddu til  mikilla áfalla fyrir innanlandsmarkaðinn og efnahagslífið allt. Í kjölfarið fylgdu mikil vandræði í fjármálum sveitarfélaga og ríkisins.  Þau verðmæti sem þannig fóru forgörðum voru sett upp í líkaninu á móti þeim verðmætum sem höfðu orðið til á 20 árum sem notuð voru sem viðmiðunartímabil.

Aðrar starfsgreinar koma einnig vel út fyrir starfshópa innan Eflingar – stéttarfélags. Þar má nefna þá sem starfa með börnum t.d. á leikskólum en þeir framleiða 7 pund fyrir hvert eitt sem þeir fá laun fyrir  og starfsmenn í endurvinnslu sem búa til 12 pund fyrir hvert pund sem þeir fá í laun. 

Ef þú vilt lesa þér til meira um þessa rannsókn, þá er hana að finna á  
www. neweconomics.org