Virk sannar sig

22. 01, 2010

VIRK sannar sig

Það er að koma í ljós þessar vikurnar hversu mikið gæfuspor menn stigu þegar ákveðið var við gerð síðustu kjarasamninga að stofna Endurhæfingarsjóðinn VIRK. Árum saman hefur stöðug umræða átt sér stað í samfélaginu um hvernig skuli bregðast við stöðugri fjölgun öryrkja. Helsta áhersluefnið hefur verið hvernig væri hægt að veita öryrkjum og þeim sem búa við langvarandi veikindi öflugri bakstuðning. Þennan bakstuðning hefur vantað og út á það gekk samkomulag vinnumarkaðarins frá 17. febrúar 2008. Á þeim grundvelli varð VIRK Starfsendurhæfing til og síðan hafa verið ráðnir ráðgjafar á vegum VIRK og sjúkrasjóða stéttarfélaganna til að annast nýtt stuðningshlutverk.

Sjáðu leiðara Eflingarblaðsins hérá síðunni