Hættur í forystu eftir 40 ár

30. 04, 2010

Hættur í forystu eftir 40 ár

Stoltur af verkalýðshreyfingunni

-segir Guðmundur Þ Jónsson

Ég vil þakka ykkur langa og ánægjulega samfylgd og er stoltur af hafa fengið að vera þátttakandi í störfum verkalýðshreyfingarinnar. Ég gleðst yfir góðum sigrum hennar og hef fylgst með því hvernig hún hefur styrkst og stækkað til að verða að öflugu þjóðfélagsafli. Þetta sagði Guðmundur Þ Jónsson þegar hann kvaddi félaga sína á fjölmennum aðalfundi Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi.

Guðmundur Þ á langan feril innan verkalýðshreyfingarinar. Hann varð varaformaður Iðju 1970  og síðar formaður 1986 með glæsilegri kosningu eftir átök um stjórn félagsins.  Guðmundur var formaður Iðju þar til Iðja sameinaðist Eflingu 1999 og tók þá sæti annars varaformanns Eflingar. Guðmundur var kjörinn fulltrúi ASÍ í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs  1979 og er þar enn. Guðmundur var umsjónarmaður með byggingu orlofshúsa í Svignaskarði og átti langan feril á því sviði innan Eflingar.

Sjá nánar viðtal við Guðmund í 1. Maí blaði Eflingar