Borgar sig að vera í stéttarfélagi

Borgar sig

Að vera í stéttarfélagi

Mikill réttindamunur á launamanni og verktaka

Nýverið var NordicaSpa ehf. úrskurðað gjaldþrota. Við þetta gjaldþrot og ýmis önnur á undanförnum misserum hefur komið í ljós hve mikilvægt það er að vera launamaður í stéttarfélagi en ekki verktaki á vinnustað.  Gjaldþrotahrina hefur gengið yfir síðustu tvö ár og ekki er að sjá að það sé á enda. Munurinn er sá að eftir gjaldþrot fá félagsmenn stéttarfélaganna laun sín þó síðar verði, stéttarfélag þeirra ver hagsmuni þeirra gagnvart þrotabúi og Ábyrgðarsjóði launa.

Á Nordica Spa starfaði fjöldi fólks sem nuddarar og í móttöku svo nokkrar starfsstéttir séu nefndar . Um það bil helmingur starfsmanna starfaði sem verktakar en aðrir voru í stéttarfélagi og þar á meðal í Eflingu.

Við gjaldþrotið gerist það að félagsmenn stéttarfélaganna fá laun sín greidd þó síðar verði og sést hafa í slíkum málum launatölur sem geta numið allt að  tveimur milljónum með orlofi og uppsagnarfresti. Þeir sem völdu að starfa sem verktakar fá að öllum líkindum ekki krónu