Launahækkanir á almenna markaðnum

heimasida_gallup                              Launahækkanir á almenna markaðnum

Launahækkanir á almenna markaðnum taka gildi frá og með deginum í dag 1. febrúar 2012. Launataxtar hækka um 11.000 kr. og almenn laun ásamt kjaratengdum liðum hækka um 3,5 %. 
Nýjan launataxta má nálgast hér.

Kauptrygging og kaupliðir hjá sjómönnum hækka einnig um 3,5 % frá 1. febrúar 2012.
Kaupskrána má nálgast hér.

Launabreytingar hjá ríki, hjúkrunarheimilum og sveitarfélögum taka gildi 1. mars næst komandi.