Viðhorf til lífsins skiptir miklu máli

thora                                                                                                                                        Könnun Eflingar sýnir athyglisverðar niðurstöður

Viðhorf til lífsins skiptir miklu máli

– segir Þóra Ásgeirsdóttir

Þóra Ásgeirsdóttir hjá Maskínu segir að nýja könnunin leiði m.a. í ljós að viðhorf til lífsins og félagslegt umhverfi virðist skipta miklu máli. Í könnuninni kemur fram að þeir sem hafa bjartsýnt viðhorf til lífsins, reyna mun meira að sækja um störf en þeir sem eru minna bjartsýnir. Einnig að þeir sem trúa því að þeir fái vinnu eru mun líklegri til að ná árangri í atvinnuleit en þeir sem eru svartsýnir á atvinnuhorfur sínar. Einnig kemur fram að þeir sem eru í minna samneyti við aðra atvinnuleitendur eru mun líklegri til að fá vinnu en þegar atvinnuleitendur eru margir í nánasta vina- og fjölskylduhópi. Þá er athyglis-vert að á streitukvarða sem unninn var upp úr nokkrum spurningum kemur fram að þeir sem eru í mestu samneyti við aðra atvinnuleitendur finna fyrir mun meiri streitu en þeir sem hafa fáa atvinnuleitendur í sínu nærumhverfi. Hins vegar er sú ánægjulega niðurstaða í könnuninni að þeir sem hafa fengið vinnu eftir atvinnuleysi eru ánægðari í nýju vinnunni en þeir voru áður en þeir misstu vinnuna, það eru góðar fréttir“ segir Þóra að lokum.