Landnemaskólinn heimsókn

11. 10, 2012

kynning_landnemaskolinn3

Nemendur Landnemaskólans heimsóttu Eflingu

Efling stéttarfélag fékk þennan glæsilega hóp Landanemaskólans í heimsókn miðvikudaginn 10. október. Landnemaskólinn er fyrir fólk af erlendum uppruna á vegum Mímis og samstendur námið af ýmis konar fræðslu um samfélagið, íslensku ofl. Hjá Eflingu fengu nemendurnir fræðslu um vinnumarkaðinn og hvernig hann er byggður upp. Efling stéttarfélags óskar þessum nemendum alls hins besta og vonar að fræðslan veiti frekari innsýn í  íslenskt samfélag.