Mörg spennandi tækifæri til náms

15. 01, 2013

rosa_frett

Mörg spennandi tækifæri til náms

– segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður

Það eru mjög mörg spennandi tækifæri til náms hjá Eflingu og við erum mjög stolt af þeirri menntun sem Efling býður upp á og oft er hvatinn að frekara námi, segir Sigurrós Kristinsdóttir í viðtali við Eflingarblaðið. Við erum með spennandi verkefni fyrir félagsliða og leikskólaliða hjá okkur og af föstum liðum öðrum vil ég nefna Grunnmenntaskólann sem er mjög mikilvægt nám fyrir þá sem vilja byggja sig upp í starfi eða fyrir frekara nám, segir Sigurrós og er greinilegt að hún þekkir þennan hluta starfsemi félagsins vel og hef-ur mikinn áhuga á því starfi sem fram fer í fræðslumálum félagsins.

Sigurrós vill gjarna koma því á framfæri að mikið af því námi sem Efling býður félagsmönnum er í góðu samstarfi við Mími símenntun, þar starfar frábært starfsfólk með mikinn metnað og er áralöng hefð fyrir nánu samstarfi þessara aðila. En það er margt fleira sem hún nefnir þó allt of langt sé að telja upp allt nám sem boðið er upp á í samstarfi Eflingar og fræðsluaðila.

Orku námið okkar fyrir félagsmenn af erlendum fór af stað í haust. Þrír  hópar fóru af stað og útskrifuðust nemendur sl. 18. desember 2012. Um er að ræða 270 kennslustunda nám fyrir fólk af erlendum uppruna. Námið byggist þann-ig upp að tvær námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins hafa verið sett-ar saman, þ.e.a.s. Landnemaskólinn 120 kennslustundir og Sterkari starfsmað-ur (upplýsingatækni og samskipti) 150 kennslustundir. Landnemaskólinn er sér–stak-lega sniðinn að þörfum innflytjenda á Íslandi sem langar að styrkja stöðu sína í íslensku samfélagi. Sterkari starfsmaður er námsleið sem er hannað með hliðsjón af þörfum fólks með stutta skólagöngu sem vill auka færni til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi til starfa og auka færni í upplýsingatækni og tölvum. Nemendahóparnir voru allir pólskumælandi enda pólverjar langstærsti erlendi hópurinn innan Eflingar. Boðið er upp á námið annarsvegar fyrir nemendur sem styttra eru komnir í íslensku og hinsvegar þá sem lengra eru komnir. Nemendurnir taka sem svarar tveimur stigum í íslensku eða alls 120 kennslustundir í íslensku. Orka er byggt á hugmyndafræði Yrkju en Efling og Mímir fengu meðal annars Evrópsku tungumálaverðlaunin árið 2010 fyrir það nám.

Sigurrós nefndi einnig grunnstoðir, sem er afar spennandi námsleið sem er samsett af nokkrum námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og opnar hún mörg tækifæri fyrir þá sem hyggja á frekara nám í skólakerfinu og er aðgöngumiði inn í frekara nám. Meðal annars hafa Keilir og HR tekið við nemendum beint úr grunnstoðum inn í frumgreinadeildir sínar.

Frekar illa hefur gengið að fara á stað með fagnámskeið fyrir þá sem starfa á leikskólum,en við náðum að fylla námskeið í samvinnu við Leikskólasvið  og fer það á stað núna í janúar. Síðan verður boðið upp á annað fagnámskeið í vor á hefðbundnum tíma. Það þýðir vonandi að góður taktur komist aftur á í þessu mikilvæga námi, segir Sigurrós.

Félagsliði í nýju landi og þjónustuliði
Félagsliði í nýju landi og þjónustuliði í nýju landi eru námsleiðir sem Efling og Mímir hafa unnið saman að í nokkurn tíma. Um er að ræða nám þar sem blandað er saman hefðbundnu starfsnámi og íslenskukennslu. Mjög góður árangur hefur náðst í þessu námi og það að kenna íslenskuna í tengslum við starfsmenntun margfaldar árangurinn að mati þeirra sem hafa komið að þessu námi.

Trúnaðarmannanámið er síðan fastur liður hjá Eflingu og verður áfram boðið upp á hefðbundin námskeið til þess að efla og upplýsa trúnaðarmenn á vinnumarkaði. Trúnaðarmenn eru okkur mjög mikilvægir vegna þess að þeir eru okkar tengiliðir út í atvinnulífið. Það verður að segja trúnaðarmönnum Eflingar til hróss að þeir eru duglegir að koma á námskeið til okkar og eru þeir svo sannarlega fróðleiksþyrstur hópur, segir Sigurrós.

Að lokum langar mig að nefna nokkur félagsleg námskeið sem við höldum sjálf hér í húsnæði Eflingar en þessi námskeið eru ætluð félagsmönnum til upplyftingar og dægrastyttingar ásamt hæfilegum skammti af fróðleik og eru þau öll félagmönnum að kostnaðarlausu.

Til dæmis hefur Efling boðið upp á starfslokanámskeið fyrir félagsmenn í Eflingu í mörg ár. Það hefur verið sífelld þörf og nú er komið að því að bjóða upp á þetta vinsæla námskeið í vor. Það helsta sem farið er yfir á námskeiðinu eru tryggingamál, lífeyrisréttindi, áhrif starfsloka, heilsufar, öryggismál, húsnæðismál og félags- og tómstundastarf þegar fólk er hætt á vinnumarkaði.

Síðan eru styttri námskeið um ræktun kryddjurta, grænmetisútskurð ofl .

Með hliðsjón af þessu er ekki spurning hvort þú vilt styrkja þig með námi, heldur hvaða nám þú velur hjá Eflingu eða okkar samstarfsaðilum, segir Sigurrós Kristinsdóttir að lokum.