Útskrift félagsliða

utskrift_felagslida                                                                                          Útskrift félagsliða

Flott með húfu

Það var glaður hópur félagsliða sem útskrifaðist þann 16. maí sl. í hjá Mími enda hópurinn búinn að vera saman í námi síðan haustið 2011. Í fyrsta sinn settu allir nýútskrifaðir félagsliðar upp húfur og var frábært að sjá alla skarta sínu fegursta með húfu á kollinum. Félagsliðabrú er 32 eininga nám á framhaldsskólastigi sem kennt er á fjórum önnum.  Elfa Sif Jónsdóttir sem útskrifaðist með hópnum orti ljóð í tilefni dagsins sem hún samþykkti að deila með félagsmönnum Eflingar.

Félagsliðinn

Við hófum nám við skólann Mími
síðan er liðinn langur tími.
Árin tvö voru fljót að líða
eftir þessari stund, vorum öll að bíða.
Að ljúka skóla með próf í hendi,
skólinn okkur margt gott kenndi.
Að vera aldraður, er ekki sjúkdómur
heldur þjóðarinnar barlómur.
Við að skipta á rúmi þarf réttu tökin
vanda sig við, að brjóta hornin á lökin.
Lyfjafræðina við lærðum vel
og stóðum okkur, það ég tel
Gyllinæð, parietfrumur og sykursýki
ég vona að ykkur þetta líki.

Já við lærðum um sýkla og næringu góða
og teljum okkur nú mjög svo fróða,
um fólat, járn og vítamín
heilsan verður,  jú að vera fín.
Kató, kenningar og valdbeiting
við hittum þá, sem reyndu að komast á þing.
Í skyndihjálp við lærðum að blása,
einnig hnoða og pumpa milli pása.
Við lærðum að leika okkur hjá honum Trausta,
félagsleg virkni gerir mann svo hrausta.
Eftir þessari stund við í tvö ár biðum
sem gerir okkur nú að Félagsliðum.

Elfa Sif Jónsdóttir