Kynning á kjarasamningnum – félagsfundur

16. 01, 2014

kynning_a_kjarasamningi_felagsfundur1

Miklar umræður á félagsfundi Eflingar

Kynning á kjarasamningnum

Miklar umræður urðu á félagsfundi  sem Efling stóð fyrir í gærkvöldi um nýja kjarasamninginn á almennum markaði.  Góð mæting var á fundinum á Grand Hótel þar sem Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar gerði grein fyrir efnisatriðum samningsins og Sigurður Bessason formaður félagsins ræddi um samningaviðræður og samskiptin við SA og stjórnvöld.

Miklar umræður urðu í kjölfarið um nýja kjarasamninginn og þá sérstaklega um tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Fram að stjórn Eflingar leggur þunga áherslu á að félagsmenn taki þátt í atkvæðagreiðslunni um samninginn. Flóafélögin eru með mjög viðamikla auglýsingaherferð í gangi þar sem félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en einnig er félagið í miklu sambandi við trúnaðarmenn á vinnustöðum á almenna markaðnum þar sem hvatt er til þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Síðasti dagur til að póstleggja atkvæði er 18. janúar en hægt er að skila atkvæðum fram til 22. janúar en þann dag fer fram talning og verða úrslit tilkynnt strax að talningu lokinni eftir kl. 16.00.

Í lok fundarins var athygli félagsmanna vakin á því að hafi atkvæðaseðill ekki borist viðkomandi af einhverjum ástæðum þá getur hann leitað til skrifstofu félagsins og fengið að greiða þar atkvæði.