Nýtt-Nýr aðfarasamningur við RVK undirritaður

11. 03, 2014

rvk_nyr_samningur2

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Nýr aðfarasamningur undirritaður

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg nú seinni partinn í dag 7. mars sem gildir frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015. Hér er um að ræða aðfarasamning – hliðstæðum þeim sem gerður var á almenna markaðnum – sem felur í sér að auk þeirra launabreytinga sem samið var nú um til eins árs verður unnið að gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar.
Með nýjum kjarasamningi var sérstök áhersla á hækkun lægstu launa og hækka því launataxtar upp að 241.000 kr. sérstaklega eða um 9.750. Launataxtar upp að 241.000 kr. hækka um 3,3 – 4,9%. Almenn launahækkun er 2,8%. Þá kemur eingreiðsla að upphæð kr. 14.600 kr. miðað við fullt starfshlutfall. Desember- og orlofsuppbætur hækka samtals um 32.300 kr.
Á næstu dögum fá félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg sent kynningarefni um samninginn og hann borinn undir atkvæði. Nánari upplýsingar um kjörfundi og kynningarfundi má nálgast hér. Niðurstöður munu liggja fyrir þann 19. mars næstkomandi.

Helstu ávinningar samningsins

– Kjarasamningurinn gildir frá 1. febrúar.
– Eingreiðsla kr. 14.600 .-
– Launataxtar upp að kr. 241.000 hækka um kr. 9.750.-
– Launataxtar upp að kr. 241.000 hækka í prósentu um 3,3 – 4,9%
– Launataxtar frá 241.000 kr. upp að 285.000 kr. hækka um kr. 8.000.-
– Launataxtar frá 241.000 kr. upp að 285.000 kr. hækka í prósentu um 2,8 – 3,3%
– Almenn launahækkun fyrir laun 285 þúsund og hærri er 2,8%
– Hækkun desemberuppbótar frá síðast gildandi samningi kr. 21.500 .-
– Desemberuppbót verður fyrir árið 2014 kr. 79.500.-
– Hækkun orlofsuppbótar frá síðast gildandi samningi verður kr. 10.800.-
– Orlofsuppbótin verður fyrir árið 2014 kr. 39.500 .-
– Aðrir kjaratengdir liðir samningsins hækka um 2,8%
– Tekjutrygging samkvæmt samningi fyrir árið 2014 verður kr. 214.000.-
– Framlag í starfsmenntasjóð hækkar um 0,1%

Aðgerðir stjórnvalda

– Efri mörk í lægsta þrepi tekjuskatts hækka úr 256.000 kr. í 290.000 kr. Skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25,3%.
– Stærstu sveitarfélög landsins hafa tekið áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækka ekki gjaldskrár sínar um áramót.
– Gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári, ríkisstjórnin mun endurskoða breytingar á gjöldum sem þegar hafa verið samþykktar.
– Unnið verði að því að við framkvæmd kjarasamninga verði miðað við umfang umsaminna launahækkana ásamt samningsbundnum starfsaldurshækkunum og starfsþróunar þannig að hún samrýmist verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands.
– Ráðist verður í markvissar aðgerðir til stuðnings kaupmætti.
– Samstilltar aðgerðir samningsaðila til að halda verðbólgu innan 2,5% markmiðs Seðlabanka Íslands.

Mikilvæg félagsleg umbótamál

– Unnið verður áfram að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins.
– Umbætur í húsnæðismálum þar sem áhersla verður lögð á húsnæðisöryggi og húsnæðiskostnað á viðráðanlegum kjörum.

Kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar má lesa í heild sinni hér.
Kjörfundir og kynningafundir um kjarasamninginn hér.
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna má sjá hér.
Minnisblað forsætisráðherra í tengslum við gerð kjarasamninganna má sjá hér.