Ennþá ósamið við hjúkrunarheimilin

11. 04, 2014

fundur_30

Réttlætismál að ná sömu launahækkunum og aðrir sambærilegir hópar hafa fengið

Ennþá ósamið við hjúkrunarheimilin

Á fundi sem haldinn var með trúnaðarmönnum sem starfa á hjúkrunarheimilum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu kom fram skýr afstaða fundarmanna að það væri ófrávíkjanlega krafa að gengið yrði frá sömu launaleiðréttingu og launahækkunum fyrir þennan hóp og þegar hefur verið samið við ríkið.Þrátt fyrir að búið sé að ganga frá samningi við ríkið er ennþá ósamið við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar sem um 1650 félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum og ýmsum sjálfseignarstofnunum.Fram til þessa hefur lítið miðað í viðræðum aðila og það var í raun ekki fyrr en stéttarfélögin höfðu vísað málinu til ríkissáttasemjara fyrir skemmstu að mál fóru að þokast í rétta átt.Líklegt má telja að fljótlega í næstu viku muni það skýrast hvort að þær viðræður sem átt hafa sér stað undanfarna daga muni skila þeim árangri að hægt verði að ganga frá samningi við hjúkrunarheimilin á sambærilegum nótum og við ríkið.