Fjárlögin uppskrift að ófriði

2. 10, 2014

Er ríkisstjórnin að grafa undan samstarfi við launafólk?Samstarf verkalýðshreyfingarinnar og ríkistjórnar úr sögunni? Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags mótmælir harðlega þeim áformum í fjárlagafrumvarpinu sem leiða mun til skerðingar á kjörum almennings:Við mótmælum hækkun virðisaukaskatts á matvælum úr 7% upp í 12%.Við mótmælum styttingu á tímabili atvinnuleysisbóta um hálft ár þegar um 1200 félagsmenn Eflingar eru án atvinnu.Við mótmælum harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að standa ekki við gefin loforð í tengslum við gerða kjarasamninga með því að fella niður framlag ríkissjóðs til starfsendurhæfingar og skerða þar með getu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs til þess að sinna hlutverki sínu í baráttu við örorkuna.Við mótmælum þeirri stefnu ríkisvaldsins að auka enn á kostnað almennings í lyfjakostnaði og komugjöldum á heilsugæslustöðvar.Við hörmum að svíkja eigi margítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórnar um átak í  húsnæðismálum þar sem ekki á að leggja neina fjármuni til málaflokksins.Við hörmum að stuðningur í formi vaxtabóta vegna húsnæðiskaupa lækkar að raungildi fimmta árið í röð.Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags krefst endurskoðunar á þeim forsendum sem færa byrðar á herðar þeirra sem minna hafa til ráðstöfunar.Það er hlutverk stjórnvalda að stuðla að stöðugleika í efnahagsmálum og leggja grundvöll að auknum jöfnuði í samfélaginu en magna ekki upp ófrið á vinnumarkaði.Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir er uppskrift að ófriði á vinnumarkaði.