Ennþá mikill stuðningur við hækkun lægstu – Ný Gallup könnun

27. 11, 2014

Ný Gallup könnun Flóafélaganna sýnir að mun fleiri karlar en konur telja mikið svigrúm til launahækkana. Meðalheildarlaun karla eru nú 425 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 311 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Þá eru konur ósáttari með laun sín en karlar. Þær telja að um 27% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan karlar telja að um 22% vanti þar upp á. Vinnutíminn hefur aukist á milli ára og um 19% félagsmanna eru að vinna í fleiru en einu starfi. Margt athyglisvert má lesa út úr könnuninni sem birt er í heild á heimasíðunni hér að neðan.Konur eru með 73% af launum karla í heildarlaun á mánuði að meðaltaliKarlar hafa að meðaltali um 114 þúsund krónum hærri heildarlaun en konur fyrir fullt starf. Heildarlaun karla í fullu starfi eru að meðaltali 425.000 kr. á mánuði og 311.000 kr. hjá konum.Þegar spurt var hver væru sanngjörn laun fyrir vinnu viðkomandi, þá töldu karlar að þau þyrftu að vera 94 þúsund krónum hærri og konur 86 þúsund krónum hærri að meðaltali á mánuði en nú er. Munurinn á dagvinnulaunum karla og kvenna er mun minni en á heildarlaunum eða 45.000 krónur á mánuði.  Karlar eru að meðaltali með 305.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun á meðan konur eru að meðaltali með 260.000 kr. í dagvinnulaun fyrir fullt starf.Lægstu dagvinnulaun í ræstinguAf einstaka starfsstéttum eru starfsmenn sem vinna við ræstingar með lægstu dagvinnulaunin eða 237.000 kr. á mánuði að meðaltali og eru um 73% ræstingafólks með minna en 250.000 krónur á mánuði að meðaltali í dagvinnulaun.  Þá eru leiðbeinendur á leikskóla með lægstu heildarlaunin að meðaltali á mánuði eða 261.000 kr.Konur telja að um 27% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan mat karla er að það vanti um 22% upp á laun sín.  Af einstaka starfahópum telja leiðbeinendur á leikskóla að mest vanti upp á til þess að heildarlaun þeirra séu sanngjörn en þeir telja að laun þeirra ættu að vera ríflega 100 þúsund krónum hærri eða um 39%.Félagsmenn sjá greinileg merki um aukinn launamunRíflega sjö af hverjum tíu telja að launamunur hafi aukist á síðast liðnum fimm árum.  Þá eru 57% kvenna ósátt með launin og rétt innan við helmingur karla. Af einstaka starfahópum eru leiðbeinendur á leikskóla ósáttastir eða þrír af hverjum fjórum.  Þá telja 72% karla og 53% kvenna að atvinnurekandi þeirra hafi mikið svigrúm til launahækkana.Vinnutíminn lengistHeildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi hefur aukist milli ára og er nú að meðaltali rétt tæplega 47 klst.  Karlar í fullu starfi vinna að meðaltali 50,5 klst. og konur 42,5 klst. Þá segjast 19% vera í fleiri en einu starfi sem er greinileg aukning milli ára en árið 2011 var þetta hlutfall 13%.Um helmingur starfa í umönnun unnin í hlutastarfiHlutfall þeirra sem starfa í hlutastarfi er svipað og árið áður eða um einn af hverjum fimm.  Hjá þeim sem starfa við umönnun er þetta hlutfall hins vegar ennþá mjög hátt en rétt um helmingur þessa hóps segist vinna hlutastarf í sínu aðalstarfi.  Þegar verið er að bera saman heildarlaun milli hópa í niðurstöðunum eru launin reiknuð upp miðað við 100% starf og er því mikilvægt að halda því til haga að þegar verið er að bera saman meðaltal heildarlauna umönnunarstarfa við aðra hópa er einungis um helmingur þeirra sem starfa við umönnun í raun að fá greidd laun sem samsvara fullu starfshlutfalli.  Þá er í þessum stóra hlutavinnuhópi í umönnun um 72% í minna en 75% starfi.  Það hlýtur að teljast áhyggjuefni að vaktavinnufyrirkomulag þessa fjölmenna kvennahóps skuli vera með þeim hætti að ekki fáist launagreiðslur sem samsvari fullu starfshlutfalli.Mikil áhersla á hækkun skattleysismarkaÞegar spurt var um áherslur í næstu samningum gagnvart atvinnurekendum kemur í ljós vaxandi stuðningur við hækkun launa en um 76% svara því til.  Þá hefur einnig aðeins fjölgað í þeim hópi sem vill leggja áherslu á styttingu vinnutímans en tæp 9% svara því nú til að þar eigi að leggja mestar áherslur gagnvart atvinnurekendum. Gagnvart stjórnvöldum er mesta áherslan á hækkun skattleysismarka. En það er einnig mikill stuðningur við aðgerðir sem miða að stöðugleika verðlags, að jafna laun kynjanna, að lækka kostnaðarhlutdeild notenda í heilbrigðiskerfinu og úrbótum í húsnæðismálum.Þeim fjölgar sem telja vinnuálagið vera of mikiðHlutfall þeirra sem telja vinnuálagið vera of mikið hefur hækkað milli ára og telja nú um sex af hverjum tíu félagsmanna það vera of mikið.  Þá hefur um 43% félagsmanna verið frá vegna veikinda á síðustu þremur mánuðum sem er lítilsháttar aukning milli ára. Margt fleira athyglisvert í könnuninniÞað er margt fleira sem er athyglisvert í þessari könnun, svo sem mat félagsmanna á því hversu heilsusamlegt vinnuumhverfi þeirra sé og eins um það hvernig þeir meta heilsufarsástand sitt almennt. Þá er einnig spurt um samgöngumáta félagsmanna, þ.e. hvernig þeir ferðast oftast til og frá vinnustað.  Fyrir áhugasama má nálgast könnunina í heild sinni með því að smella hér.Um könnuninaMarkmiðið var að kanna kjör og viðhorf félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK.Könnunin var framkvæmd 4. september til 16. október 2014Síma og netkönnum meðal 3000 félagsmanna með íslenskum, pólskum og enskumælandi spyrlumEndanlegt úrtak 2535 en svarendur alls 1122 og svarhlutfall er 44,3%