Dagvinnulaunin dugi fyrir framfærslu

5. 01, 2015

– eftir Hörpu Ólafsdóttur, hagfræðing Eflingar

Í nýrri viðhorfskönnun Capacent Gallup sem unnin var fyrir Eflingu, Hlíf og VSFK er ýmislegt sem vert er að gefa frekari gaum nú í aðdraganda komandi kjarasamninga. Þar kemur fram að vinnutíminn hefur aukist á milli ára samfara því að fleiri nú en áður telja að vinnuálag hafi aukist. Þá er áhugavert að sjá að ennþá er yfirgnæfandi stuðningur við það að leggja áherslu á að hækka lægstu launin sérstaklega.Dagvinnulaun þurfa að hækkaÞegar spurt var um áherslur í næstu samningum gagnvart atvinnurekendum kemur í ljós vaxandi stuðningur við hækkun launa. Um 76% svara því til og níu af hverjum tíu telur að leggja eigi áherslu á að hækka lægstu launin sérstaklega.Í því samhengi er vert að hafa í huga að yfir 45% félagsmanna eru með undir 250.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun fyrir fullt starf og um 15% með undir 250.000 kr. á mánuði í heildarlaun. Í könnuninni má einnig sjá fjölgun í þeim hópi sem vill leggja áherslu á styttingu vinnutímans en tæp 9% svara því nú til að þar eigi að leggja mestar áherslur gagnvart atvinnurekendum.Vinnutíminn lengist og álagið eykstViðhorfskönnunin leiðir berlega í ljós að dagvinnulaunin eru ekki að duga fyrir framfærslu og því fer þeim fjölgandi sem vinna bæði lengri vinnudag og taka að sér aukastörf.  Þannig hefur heildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi aukist milli ára og er nú að meðaltali rétt tæplega 47 klst.  Karlar í fullu starfi vinna að meðaltali 50,5 klst. og konur 42,5 klst.Þá segjast 19% vera í fleiri en einu starfi sem er greinileg aukning milli ára en árið 2011 var þetta hlutfall 13%.En við sjáum einnig að hlutfall þeirra sem telja vinnuálagið vera of mikið hefur hækkað milli ára og telja nú um sex af hverjum tíu félagsmanna það vera of mikið.  Þá hefur um 43% félagsmanna verið frá vegna veikinda á síðustu þremur mánuðum sem er lítilsháttar aukning milli ára.Róttækra breytinga er þörfÞað er umhugsunarefni hvort ekki sé ástæða til samstillts átaks þar sem lögð verður sérstök áhersla á hækkun dagvinnulauna þar sem mögulega verði hluti af yfirvinnuálagi sett inn í dagvinnugrunninn.Gjarnan er horft til Norðurlandanna þegar bent er á bág kjör hér á landi þar sem að laun hér á landi erum langtum lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Á Norðurlöndum hefur verið farin sú leið að lækka yfirvinnuálagsgreiðslur en leggja meiri áherslu á hærri dagvinnugrunnlaun. Gera þarf kröfu um að dagvinnulaunin dugi fyrir framfærslu.