Yfirgnæfandi meirihluti segir já við verkfallsboðunum

20. 05, 2015

Félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði segja já við verkfallsboðunum en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti boðaðar verkfallsaðgerðir í póstatkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslunni lauk kl. 12.00 á hádegi í dag og var hún í tvennu lagi þar sem annars vegar greiddu atkvæði þeir félagsmenn sem falla undir almenna kjarasamninginn og hins vegar þeir sem falla undir kjarasamning vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum.Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:Almenni kjarasamningurinn – Á kjörskrá voru 9.063Atkvæði greiddu 2.662 eða 29,37 %Já sögðu 2.503 eða 94 %Nei sögðu 151 eða 5,7 %Sjö seðlar voru auðir og einn ógildur eða samtals 0,3 %Starfsfólk veitinga- og gistihúsa – Á kjörskrá voru 5.526Atkvæði greiddu 817 eða 14,8 %Já sögðu 744 eða 91,1 %Nei sögðu 70 eða 8,6 %Þrír seðlar voru auðir eða 0,3 %