Framlög til jöfnunar örorkubyrði – Færð til fyrra horfs

Nú hefur Alþingi staðfest einn þátt nýrra kjarasamninga sem skiptir félagsmenn Eflingar og Flóafélaganna gríðarlega miklu máli. Á síðasta samningstímabili ákvað ríkisstjórnin að brjóta fyrirheit og lagaákvæði sem kváðu á um jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóðanna en þetta þýddi að dregið var úr framlögum af hálfu stjórnvalda til jöfnunar örorkubyrði sjóðanna sem hefði valdið lækkun á greiðslum lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga og bitnað sérstaklega hart á lífeyrissjóðnum Gildi þar sem fjöldi verkamanna og sjómanna eru sjóðfélagar.  Nýr kjarasamningur tryggði að nýju framlög til jöfnunar örorkubyrði sjóðanna.Þriðjudaginn 30. júní sl. var á Alþingi afgreidd tillaga efnahags- og viðskiptanefndar þar sem framlög til jöfnunar á örorkubyrði er aftur færð til fyrra horfs, þ.e. 0,325% í stað 0,26%. Þar með geta stjórnvöld hakað við eitt atriði sem búið er að fullnusta!Það er ánægjulegt að sjá að stjórnvöld eru þegar farin að haka við þau atriði sem þau þurfa nú að standa við með nýgerðum kjarasamningum. Að þau atriði skuli snúa að verkafólki og sjómönnum hlýtur einnig að vera jákvætt spor.