Mikilvægur áfangi í menntamálum

17. 07, 2015

– segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Ef þessir kjarasamningar verða sam-þykktir, þá er einn mikilvægur þáttur þeirra viðurkenning á námi til hækkunar launa, sem ég tel vera mjög mikils virði, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar um þann áfanga í menntamálum sem fylgir nýgerðum kjarasamningi. Þannig voru báðir aðilar á sama máli þegar kom að mikilvægi menntunar til starfa. Samtök atvinnulífsins samþykktu að meta nám/raunfærnimat til launabreytinga inni í kjarasamningnum á árinu 2016 og getur þetta skipt launafólk talsverðu máli, segir Sigurrós um þessa niðurstöðu samninganna. Síðan skiptir ekki síður máli að við erum að fá framlag til menntunar fyrir hópinn sem orðinn er 25 ára þannig að hvað menntun varðar hljótum við að fagna þessum samningi og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem vinnur með okkur að sama markmiði.Í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins munu störf verða greind og skoðað hvað starfið felur í sér og hvaða hæfni þarf til þess að sinna starfinu. Hæfniþættirnir verða síðan settir upp í námskrá. Í framhaldi af því er síðan stefnt að því að bjóða upp á námskeið og/eða raunfærnimat á grundvelli þessarar vinnu, segir Sigurrós.Það varð víðtæk sátt um þetta mál og við byggjum nú á sameiginlegri bókun sem fylgir þessari frétt. Það skiptir líka meginmáli að nú reynir á það snemma á samningsferlinu með beinum hætti hvernig laun geta hækkað með aukinni menntun og færni til starfa.Samningsaðilar munu vinna að því að meta nám/raunfærni til launa í tveimur þrepum á grundvelli hæfnigreininga starfa. Áætlun verði gerð um greiningu starfa með aðkomu beggja aðila í samráði við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, þar sem hæfniþættir starfs eru settir upp í námskrá.Nefnd samningsaðila, þrír frá ASÍ og þrír frá SA, mun hefja störf eigi síðar en haustið 2015. Unnið verður áfram á grundvelli þeirra tillagna sem samningsaðilar hafa mótað í aðdraganda kjarasamninga. Stefnt er að því að námskeið og raunfærnimat verði sett af stað á grundvelli þessarar vinnu, haustið 2016.