Atkvæðagreiðsla um ríkissamning

13. 10, 2015

Atkvæðagreiðsla um ríkissamning

–  Stefnt að undirritun við hjúkrunarheimili næstu daga

 Hafin er atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið en niðurstöður munu liggja fyrir þann 30. október næstkomandi.  Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um samninginn hér.Stefnt verður að því að ganga frá sambærilegum samningi við hjúkrunarheimilin á allra næstu dögum en auk þess taka eftirfarandi stofnanir mið af niðurstöðum kjarasamnings við ríkið:

  • Ásgarður
  • Bjarg, vistheimili
  • Drafnar- Fríðu- og Maríuhús
  • Endurhæfingarmiðstöð Geðverndarfélag Íslands
  • MS Setrið
  • Seðlabanki Íslands
  • Styrktarfélag lamaðra/fatlaðra
  • Örvi, starfsþjálfunarstaður
  • Fell dvalarheimili

 Kynningarfundir um kjarasamninginn verða haldnir á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags, Sætúni 1, þriðjudaginn 20. október kl. 13.00 og kl. 16.00.