Nýr kjarasamningur undirritaður við Sorpu

11. 12, 2015

Skrifað var undir nýjan sérkjarasamning við SORPU bs. föstudaginn 11. desember 2015 en samningurinn tekur að hluta til mið af kjarasamningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:

  • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 6%.
  • Þann 1. júní 2017 kemur ný launatafla þar sem lífaldursþrep falla niður en starfsaldursþrep koma inn í staðinn. Auk þess er tenging starfsmats við launatöflu breytt.
  • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.
  • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 40.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
  • Þá hækkar desemberuppbót um 22,1% á samningstímanum og fer í 97.100 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 21,5% verða 48.000 kr í lok samningstímans.
  • Að auki hækka aukagreiðslur á samningstímanum, inn komu tvær nýjar bókanir og ýmsar breytingar voru gerðar á texta sérkjarasamningsins.

Kynningafundir og atkvæðagreiðslur á nýjum kjarasamningi verða haldnir kl. 10.00 og kl. 17.15 fimmtudaginn 17. desember í húsakynnum Sorpu og verður niðurstaða atkvæðagreiðslu kynnt þann dag.