Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta

Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Eflingar – stéttarfélags um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var þann 13. nóvember sl. Kjarasamningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða rúmlega 82,5% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Félagsmenn Eflingar sem vinna á einkareknum leikskólum taka mið af kjarasamningi Reykjavíkurborgar og fá því einnig afturvirka launaleiðréttingu frá 1. maí síðastliðnum.Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:Já sögðu 378 eða 82,5% þeirra sem atkvæði greidduNei sögðu 78 eða 17,0%Auðir seðlar og ógildir voru 2 eða 0,5%Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 1.922  félagsmenn. Atkvæði greiddu 458 eða 23,8%.Nánari upplýsingar um samninginn má sjá hér.