Félögin á Norðurlöndum tóku slaginn

25. 02, 2016

Þann 13. janúar síðastliðinn funduðu trúnaðarmenn ásamt nokkrum fulltrúum stéttarfélaga innan hótel- og veitingagreina í Kaupmannahöfn til að ræða starfsskilyrði, launakjör og kjaramál starfsfólks á skyndibitastöðum á Norðurlöndunum, en einnig til að ræða alþjóðlegt samstarf fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum í starfsgreininni. Fundurinn var skipulagður vegna heimsóknar bandarískra skyndibitastarfsmanna og fulltrúa frá Fight for $15 herferðinni. Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar, sótti fundinn fyrir hönd Starfsgreinasambandsins.

Alþjóðleg barátta fyrir bættum kjörum starfsfólks á skyndibitastöðum
Fight for $15 er mikil baráttuherferð fyrir bættum kjörum starfsfólks á skyndibitastöðum í Bandaríkjunum og rétti þeirra til að ganga í stéttarfélög sem hófst fyrir tæpum fjórum árum þegar um 200 starfsmenn fóru í eins dags verkfall í New York og Chicago. Frá þeim tíma hefur herferðinni vaxið ásmegin og er orðin alþjóðleg. Í dag hafa starfmenn skyndibitastaða í meira en 190 borgum, 33 löndum og sex heimsálfum farið í verkföll til að berjast fyrir bættum kjörum og starfsumhverfi í skyndibitageiranum. Töluverður ávinningur hefur orðið af þessari herferð. Þannig hafa fjölmörg fyrirtæki hækkað laun starfsfólks, margar borgir í Bandaríkjunum hafa hækkað lögbundin lágmarkslaun umtalsvert og forsetaframbjóðendur hafa látið málið til sín taka.

Starfsmenn ná ekki endum saman
AdriannaAdriana Alvarez, 23 ára einstæð móðir frá Chicago sem hefur starfað hjá McDonalds í meira en fimm ár var ein af þeim sem heimsóttu Kaupmannahöfn. Henni finnst gaman í vinnunni og elskar að þjónusta viðskiptavinina, en hún er ekki eins sátt við launakjör sín. Launin duga skammt þegar kemur að því að greiða reikningana. Adriana býr í lítilli kjallaraíbúð í úthverfi Chicago og flæðir reglulega inn í íbúðina. Hún hefur ekki efni á að skipta um húsnæði og hefur miklar áhyggjur af heilsu sinni og sonar síns. Ekki síst þar sem hún hefur engan veikindarétt og launin duga ekki til að kaupa sjúkratryggingar.

Herferðin Fight for $15 hefur haft mjög jákvæð áhrif á launakjör Adriönu, en laun hennar hafa hækkað fimm sinnum á síðustu tveimur árum. Laun hennar í dag eru ríflega 10,5 dollara á tímann á meðan meðaltímakaup í geiranum er um 8,5 dollarar. Líkt og margir aðrir kollegar hennar í skyndibitageiranum þarf hún að reiða sig á matar- og húsnæðisaðstoð frá hinu opinbera til að geta náð endum saman.

Norrænir skyndibitastarfsmenn tóku slaginn og unnu
Fight for $15 herferðin í Bandaríkjunum hefur margsinnis beint kastljósi sínu að kjörum starfsfólks á skyndibitastöðum á Norðurlöndunum til að sýna fram á að alþjóðlegar skyndibitakeðjur eru tilbúnar að gera kjarasamninga og greiða starfsfólki sínu mannsæmandi laun víðsvegar um heim. TímakPeter Lykke Nielsenaup norrænna skyndibitastarfsmanna er umtalsvert hærra en í Bandaríkjunum og kjarasamningar tryggja þeim einnig margvísleg réttindi á borð við vakta- og yfirvinnukaup, launað orlof, veikindarétt, fæðingarorlof og lífeyri. Þessi staða á Norðurlöndum býður upp á réttindi sem flest starfsfólk skyndibitastaða í USA lætur sig aðeins dreyma um.

Þessi réttindi féllu ekki af himnum ofan. Norræn stéttarfélög tóku slaginn við fyriræki á borð við McDonalds í byrjun níunda áratugarins. Félögin þurftu að beita margvíslegum aðgerðum, s.s. verkföllum, mótmælum, hvöttu almenning að sniðganga veitingastaðina og beittu þrýstingi til að fá fyrirtækin til að fylgja þeim leikreglum og kjarasamningum sem gilda á Norrænum vinnumarkaði, útskýrir Peter Lykke Nielsen sérfræðingur hjá 3F í Danmörku.

Sterk stéttarfélög lykillinn að góðum réttindum launafólks
Norðurlöndin hafa lengi verið í algjörum sérflokki í heiminum þegar kemur að launum og réttindum launafólks, enda hafa áhrif stéttarfélaga verið mikil og barátta þeirra hefur lagt grunninn að því vinnumarkaðs- og velferðarmódeli sem byggir á mannsæmandi kjörum, góðum réttindum og jöfnuði. Á mynd 1 má sjá styrk stéttarfélaga mældan út frá félagsaðild, en það er mælikvarði sem er almennt notaður til að lýsa styrk stéttarfélaga.

graf1

Mismunandi starfskjör á Norðurlöndunum
Þrátt fyrir almennt góð réttindi á Norðurlöndunum í alþjóðlegum samanburði er talsverður munur á uppbyggingu launakjara, vinnutíma og annarra réttinda á milli norrænu ríkjanna. Í ljósi mismunandi uppbgraf2og3yggingar kjarasamninga, mismunandi skattkerfa og verðlags getur verið erfitt að bera saman laun og réttindi launafólks milli landa. Það er engu að síður áhugavert að skoða réttindi og kjör, en eins og mynd 2 lýsir eru launakjör starfsfólks á skyndibitastöðum almennt best í Noregi og Danmörku, en lakari í Finnlandi og á Íslandi. Nokkuð dregur úr þessum mun þegar tekið hefur verið tillit til kaupmáttarstigs. Þetta er þó aðeins hluti sögunnar þar sem vakta- og yfirvinna er að jafnaði betur greidd á Íslandi og sjaldan er greitt fyrir kaffitíma á hinum Norðurlöndunum, sem þýðir að það dregur úr launamun þegar mánaðarlaun eru skoðuð, sjá mynd 3.

 

Baráttan heldur áfram

Fram kom í máli fulltrúa norræns starfsfólk á skyndibitastöðum að jafnvel þó launakjör, starfsskilyrði og réttindi þeirra séu almennt góð í alþjóðlegum samanburði, sé ljóst að hægt sé að bæta stöðu launafólks í greininni á Norðurlöndunum. Launin eru lág, fáir eigi möguleika á fullu starfi, heilsu ógnað og öryggi er oft ábótavant og of algengt er að starfsfólk fái ekki greidd laun samkvæmt kjarasamningum.

Þessi vandamál eru reyndar ekki einskorðuð við skyndibitageirann, því þetta er viðvarandi vandamál í flestum þjónustugreinum. Það sem þessar atvinnugreinar eiga sameiginlegt er að staða stéttarfélaga er veik, trúnaðarmannakerfið er bágborið og starfsmenn eru yfirleitt ungt fólk, námsmenn og innflytjendur. Til að ná betri árangri í framtíðinni þurfa norræn stéttarfélög innan hótel- og veitingagreina að leggja aukna áherslu á að virkja félagsmenn, efla trúnaðarmannakerfið og bæta vinnustaðaeftirlit.

Kristján Bragason er fyrrverandi framkvæmdastjóri SGS á Íslandi og núverandi framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum.