Mikill sigur þegar kemur að lífeyrisréttindum

24. 02, 2016

Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu aðildarfélaga ASÍ við Sa sem lauk á hádegi í dag.Samningurinn flýtir launabreytingum og hækkar þær, hækkar framlög atvinnurekenda til lífeyrissjóða og eykur lífeyrisréttindi. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018.Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Rétt er að taka fram að ekki var verið að samþykkja það sem stundum er kallað SALEK samkomulag, það verður lagt í sérstaka atkvæðagreiðslu félagsmanna síðar.Sumt af þessum kjarabótum í nýsamþykktum kjarasamningi eins og jöfnun lífeyrisréttinda höfum við barist fyrir áratugum saman og því er ánægjulegt að sjá það verða að veruleika, sagði Sigurður Bessason, formaður Eflingar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir.  Það er ánægjulegt að félagmenn ná nú því langþráða markmiði að lífeyrisréttindin ná 76% af meðalævitekjum. Þetta er mikill sigur þar sem bilið verður jafnað á milli almenna markaðarins og þess opinbera í lífeyrisréttindum. Að auki er félagsmönnum tryggðar hærri launahækkanir og fá launabreytingarnar fyrr.Samninginn í heild sinni má sjá hér.Launataxta má sjá hér.Helstu atriði kjarasamningsins má sjá hér Niðurstöður í rafrænni allsherjar atkvæðagreiðslu ASÍ eru eftirfarandi:Á kjörskrá voru 75.635Atkvæði greiddu 10.653 eða 14,1%Já sögðu 9.724 eða 91,28%Nei sögðu 832 eða 7,81%Auðir seðlar voru 97 eða 0,91%