ASÍ þingið stendur yfir – Mótar stefnuna til framtíðar

27. 10, 2016

[et_pb_section admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Um fimmtíu fulltrúar frá Eflingu stéttarfélagi sitja nú 42. þing ASÍ sem hófst 26. október og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins í ár er Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra og á það vel við þar sem ASÍ var stofnað fyrir 100 árum síðan og hefur allt síðan þá barist fyrir bættum kjörum launafólks. Fulltrúar frá stéttarfélögum innan ASÍ alls staðar á landinu taka þátt og móta þar stefnu ASÍ til næstu ára. Á dagskrá þingsins eru mjög mikilvæg mál og ber þar hæst umræða um nýtt samningslíkan að norrænni fyrirmynd en í dag eru pallborðsumræður í sal með formönnum stjórnmálaflokkanna um samhengið á milli efnahagslegs- og félagslegs stöðugleika. Síðasta dag þingsins verður svo forysta ASÍ kosin.

asithing

Inn á heimasíðu ASÍ er hægt að sjá ræður fyrirlesara ásamt fleiri upplýsingum um þingið.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]