Kynningarefni vegna kjarasamnings sjómanna

15. 11, 2016

[et_pb_section admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Sjómannasamband Íslands og VerkVest skrifuðu undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi 14. nóvember sl.

Atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa til hádegis þann 14. desember næstkomandi. Atkvæðagreiðsla mun verða rafræn og atkvæði talin sameiginlega hjá öllum aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands sem að samningnum standa. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna verða birtar síðar.

[/et_pb_text][et_pb_toggle admin_label=“Helstu atriði“ title=“Helstu atriði samningsins“ open=“off“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Í grófum dráttum eru helstu atriði kjarasamningsins:

  1. Fiskverð í viðskiptum milli skyldra aðila verði 80% af markaðsverði með afurðaverðstengingu.
  2. Verð á uppsjávarfiski verði alltaf gefin upp sem verð uppúr sjó og upplýsingaflæði stórbætt til grundvallar fiskverðsákvörðunum og eftirfylgni við þær.
  3. Orlofsréttindaávinnsla taki 3 ár eins og í landi. T.d. ef sjómaður skiptir um vinnuveitanda og er kominn á 15 ára regluna er hann 3 ár að ávinna sér aftur 15 árin. Ekki önnur 15 ár.
  4. Bókun um fjarskiptakostnað sjómanna. Samningsaðilar sammála um að greina fjarskiptakostnað til sjós og leita leiða til lækkunar.
  5. 130% hækkun fatapeninga. lægri talan fer úr kr. 4970 í 11,400 og hærri talan úr kr. 6466 í 14,900. Eða útgerð skaffi vinnuföt.
  6. Mönnunarmál á uppsjávarskipum og togurum. Samningsaðilar skuldbinda sig til að gera könnun um mönnun og hvíldartíma í þessum skipaflokkum á næsta ári. Þessi könnun verði lögð til grundvallar nýjum mönnunarreglum. Má vera 8 á næsta ári á uppsjávarskipunum en þá hækkar skiptaprósenta um 0,55%
  7. Nýsmíðaálagið verður óbreytt næstu 7 árin en eftir það fellur það niður á 7 árum.
  8. Veikindaréttur aðlagaður í samræmi við dómafordæmi í jafnlauna- og skiptimannakerfum.
  9. Fæðispeningar verði skattfrjálsir að hluta. 500 kall á dag.
  10. Krafa um að sjómenn greiði auðlindagjöld útgerðar með lækkun skiptaprósentu er horfin.

Þetta er hryggjarstykkið í samningnum.

Það sem útgerðin fékk á móti er þetta:

  1. Orðalag lagfært í sektarákvæði. Engar lækkanir.
  2. Ákvæði í humarsamningi um skiptimannakerfi með samþykki viðkomandi stéttarfélags og áhafnar.
  3. Páskafrí á minni togskipum og línubátum megi færa að Sjómannadegi. Tveir dagar í viðbót um Sjómannadag.
  4. Nýjir skipverjar fastráðnir / lausráðnir gangist undir áhafnarsamninga sem samþykktir eru af stéttarfélagi og áhöfn.
  5. Heimild til að greiða kauptyggingu mánaðarlega. Fjórföld ef menn vilja eða halda vikutryggingu.

[/et_pb_toggle][et_pb_toggle admin_label=“Kjarasamningur“ title=“Kjarasamningurinn “ open=“off“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Kjarasamningur 2016 – Smelltu hér

Jafnframt er hér fyrir neðan samningur milli SSÍ og SFS frá 18. nóvember 2016 sem fellir brott 12. greinina um slysa- og veikindabætur skipverja, en ákvæði um þetta er sett í bókun. Ástæðan fyrir niðurfellingu greinarinnar er sú umræða sem verið hefur um þetta mál undanfarna daga

Kjarasamningur 18. nóvember vegna 12. gr.

[/et_pb_toggle][et_pb_toggle admin_label=“Kynningarefni“ title=“Kynningarefni “ open=“off“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Kynningarefni vegna kjarasamnings sjómanna – Smelltu hér

[/et_pb_toggle][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]