Hæstu miskabætur sem um getur í riftunarmáli

18. 05, 2017

Nú nýverið kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli félagsmanns í Eflingustéttarfélagi sem hann höfðaði gegn fyrrum atvinnurekanda, Flugleiðahótelum ehf. vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Málið er sérstakt fyrir margar sakir, m.a. þær að dómurinn ákvarðar starfsmanninum hæstu miskabætur sem dæmdar hafa verið í riftunarmáli á almenna vinnumarkaðnum, 2 milljónir króna.Karl Ó. Karlsson lögmaður hjá LAG lögmönnum og lögmaður Eflingar reifar hér málið. Málsatvik voru í stuttu máli þau að starfsmaðurinn sem var karlmaður gegndi stöðu annars af tveimur vaktstjórum á Slippbarnum, einum vinsælasta bar og skemmtistað borgarinnar sem staðsettur er á Icelandair Hótel Reykjavík Marina. Hina vaktstjórastöðuna hafði kona með höndum.Tálbeituaðgerð beint að starfsmanninum Þegar kom að lokum vaktar aðfararnótt laugardagsins 10. ágúst 2013 sátu fyrir starfsmanninum hótelstjóri, yfirmaður öryggismála og þriðji maður þar sem honum var tilkynnt að hann hefði gerst sekur um fjárdrátt í starfi og að ráðningarsamningi hans væri því rift. Þá um kvöldið hafði hótelstjórinn og fáeinir háttsettir starfsmenn Flugleiðahótela ehf., sem telja má á fingrum annarrar handar, staðið fyrir umfangsmikilli tálbeituaðgerð sem beindist að starfsmanninum. Tálbeituaðgerðin fólst í því að nokkrum gestum voru afhentir að sögn „merktir“ peningaseðlar sem þeir voru beðnir um greiða fyrir veitingar með og afhenda starfsmanninum, auk þess sem fylgst var með starfsmanninum í beinni útsendingu í eftirlitsmyndvélum. Undir rekstri málsins upplýstist ennfremur að myndavélum hefði verið sérstaklega fjölgað og þær stilltar af í tengslum við aðgerðina. Hótelstjórinn kvaddi lögreglu á staðinn um nóttina, sem framkvæmdi leit á starfsmanninum, í skáp sem hann hafði til umráða og í bifreið hans, með leyfi starfsmannsins. Engir „merktir“ peningaseðlar fundust á starfsmanninum og var honum fylgt út af vinnustaðnum af lögreglu.Málinu slegið upp í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 Um tveimur vikum síðar eða 31. ágúst 2013 var málinu slegið upp í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Í fréttinni var sérstaklega tilgreint að karlmað- ur hafi verið kærður til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fyrir fjárdrátt þar sem hann væri grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu. Maðurinn væri á fertugsaldri hefði starfað í um tæpt ár sem barþjónn og vaktstjóri á Slippbarnum á Reykjavík Marina Icelandair Hótelinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefði lögregla komið á hótelið fyrir um tveimur vikum og fylgt manninum út af staðnum eftir að vaktin hans kláraðist, en yfirmenn á hótelinu hefðu í einhvern tíma haft hann grunaðan um fjárdrátt þar sem mikil rýrnun hafi verið á þeim vöktum sem hann hefði haft forráð yfir og uppgjör úr sölukerfinu ekki staðist. Af þeim sökum hafi verið fylgst með manninum með notkun eftirlitsmyndavéla og hafi hann verið staðinn að verki við að taka peningaseðla úr kassanum og stinga inn á sig. Var loks tilgreint í fréttinni að talið væri að starfsmaðurinn hefði hafi komið talsverðum fjárhæðum undan og samkvæmt heimildum fréttastofu hefði upphæðin hlaupið á milljónum króna, en málið væri í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttaflutningi af málinu var í framhaldi fylgt eftir á vefmiðlum. Riftun á ráðningarsamningi og tilhæfulaus uppsögnKæra lögð fram með gögnum úr myndbandsupptökum Nokkrum dögum eftir fjölmiðlaumfjöllunina eða þann 4. september 2013 var sett fram kæra af hálfu Flugleiðahótela ehf. fyrir lögreglu, en kæran ásamt fylgigögnum nam alls um 200 bls. auk þess sem kærunni fylgdu margar klst. af myndbandsupptökum af veitingastaðnum. Í kærunni var líkt og í fréttinni fullyrt að á tilteknu myndskeiði kvöldið örlagaríka hafi sést til starfsmannsins stinga á sig peningum.Engar sönnur um sekt mannsins Í hönd fór viðamikil rannsókn lögreglu þar sem tæplega 30 einstaklingar voru teknir til skýrslutöku. Rannsókn lögreglu lauk í febrúarmánuði 2015 eða um einu og hálfu ári síðar með þeim hætti lögreglurannsóknin var felld niður. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni kemur m.a. fram að myndbandsupptökur í málinu hafi ekki með nokkru móti borið það með sér að starfsmað- urinn hafi slegið eign sinni á fjármuni staðarins. Leiddi rannsókn ennfremur í ljós að tölvukerfi staðarins var í miklu ólagi, að kerfið annaði ekki því álagi sem var á staðnum og að framkvæma hafi þurft leiðréttingar og bakfærslur í kerfinu m.a. af þessum sökum.Launakröfur, skaðabætur og miskabætur Starfsmaðurinn fór fram á greiðslu skaða- og miskabóta vegna riftunarinnar. Gerði hann kröfu um greiðslu vangoldinna launa upp á tæpar 600 þús kr., rúmlega 7 millj. kr. í skaðabætur eða sem nam tekjutapi hans frá riftunardegi fram að lokum rannsóknar og 5 millj. kr í miskabætur. Byggði starfsmaðurinn á því að riftun ráðningarsamnings hans hefði verið ólögmæt og að riftunin hefði valdið honum bæði fjártjóni og miska, m.a. þar sem starfsmaðurinn taldi ljóst að starfsmenn Flugleiðahótela ehf. hefðu til viðbótar við hinar tilhæfulausu ásakanir vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi starf í greininni, auk þess sem telja yrði að starfsmenn Flugleiðahótela ehf. bæru ábyrgð á efni fjölmiðlaumfjöllunarinnar.Brottvikning með öllu tilhæfulaus Undir rekstri málsins féllust Flugleiðahótel ehf. á að greiða starfsmanninum þau laun sem hann átti inni, en höfnuðu að öðru leyti kröfum starfsmannsins. Aðalmeðferð málsins var nokkuð umfangsmikil og stóð yfir í tvo daga. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið færðar sönnur á að starfsmenn Flugleiðahótela ehf. hefðu vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að starfsmaðurinn fengi nýtt starf eða að þeir bæru ábyrgð á fjölmiðlaumfjölluninni sem átti sér stað. Sönnunarmat dómara á þessum tveimur atriðum gæti verið efni í sérstaka grein og verð- ur ekki reifað frekar hér. Dómurinn féllst hins vegar á að brottvikning stefnanda hefði verið með öllu tilhæfulaus og að ásakanirnar á hendur honum hefðu falið í sér stórfellda meingerð gegn honum sem væri líkleg til þess að skaða æru hans verulega. Niðurstaða héraðsdóms var sú að starfsmanninum voru dæmdar bætur vegna launamissis á uppsagnarfresti og 2 millj- ónir króna í miskabætur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar, eða alls ríflega 6 milljónir króna. Miskabæturnar eru eins og áður segir þær hæstu sem dæmdar hafa verið í máli af þessum toga og hefur uppgjör bóta farið fram.