Þeim fækkar  um 12 þúsund frá 2013 sem fá barnabætur

[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“2px|||“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Nokkur umræða hefur að undanförnu átt sér stað um kaupmáttarauka launafólks á síðustu tveimur árum.  Ljóst er að fá tímabil hér á landi hafa skilað launafólki almennt meiri hækkunum í launum, en það gengur ekki jafnt yfir landsmenn. Ungt fólk þar á meðal barnafólk er einn af þeim hópum sem hefur fengið mun minni kjarabætur en launamenn almennt í landinu. Ein af ástæðum þess er að á árabilinu 2013 -2016  hefur þeim sem fá barnabætur fækkað um 12.000 manns. Þetta er ein af ástæðum þess að hópur ungs fólks hefur hvorki fengið í sinn hlut jafn miklar kjarabætur og almennt og ráðstöfunartekjur þeirra hafa einnig ekki hækkað í samræmi við aðra.

Í fréttum síðustu mánaða hefur þetta verið skýrt í sumum tilvikum þannig að kjarasamningum sé um að kenna að ungt fólk hefur borið skarðan hlut frá borði. En það eru ekki haldbær rök fyrir þessari staðhæfingu.  Í grein sem birtist nýverið í Kjarnanum (1) er gagnrýni beint að stjórnvöldum vegna áforma um að minnka enn frekar stuðning við barnafjölskyldur í formi barnabóta. Alþýðusambandið hefur einnig gagnrýnt þessar tillögur.

Markmið stjórnvalda hefur um nokkurt skeið verið að „einfalda“ barnabótakerfið, með því að fækka beinlínis í þeim hópi  sem kerfið nær til og beina barnabótum einkum til heimila með allra lægstu tekjurnar. Minni fjármunir hefur verið settir í málaflokkinn og barnabætur hafa lækkað að raungildi. Fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkaði um tæplega 12.000 milli áranna 2013 og 2016 og mun samkvæmt þessu halda áfram að fækka á næstu árum. Þetta er í reynd sama stefna og stjórnvöld hafa rekið varðandi tekjuskattinn að lækka skatt á þá sem eru í háum eða millitekjum en neita þeim lægst launuðu um sambærilegar hækkanir.

Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt í barnabótakerfinu á árunum 2013-2016 og árið 2015 var skerðingarhlutfall tekna aukið. Skerðingarmörk voru hækkuð um 12,5% árið 2017 en frá árinu 2013 hefur launavísitala hækkað um nærri þriðjung. Niðurstaðan hefur verið minni útgjöld til barnabóta að raungildi og ekki annað að sjá en að stefnan sé að draga enn frekar úr stuðningi við barnafjölskyldur. ASÍ hefur mótmælt þessum áformum harðlega.

Stjórnvöld hafa gjarnan vísað til tillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um endurskoðun á barnabótakerfinu og ráðleggingar hans um einföldun á kerfinu. Þetta er afar villandi þar sem tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggðu á því að markmið stjórnvalda væri stuðningur til fátækra en ekki til að styðja almennt við barnafjölskyldur eða hvetja til barneigna.

„Markmið barnabóta víða í Evrópu er að hvetja til barneigna, einkum í löndum þar sem fæðingartíðni er lág, en einnig að koma í veg fyrir fátækt barna. Varðandi fæðingartíðnina þá á það atriði líklega ekki við um Ísland þar sem fæðingartíðni er tiltölulega há enda staðfesta íslensk stjórnvöld að meginmarkmið barnabóta í landinu sé að koma í veg fyrir barnafátækt. Þess vegna eigi endurbætur á kerfinu að miðast við það markmið.“ (2) (þýðing)

Dregur þröng fjárhagsleg staða ungs fólks úr fæðingartíðni?
Á Norðurlöndum og víða í Evrópu hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings til barnafjölskyldna. Barnabætur á Norðurlöndum eru föst upphæð á barn á meðan stuðningur er á Íslandi er háður fjölda og aldurs barna, tekjum foreldra og hjúskaparstöðu. ASÍ vill að þróuninni verði snúið við og barnabætur lagaðar að norræna kerfinu þar sem barnabætur hafa það hlutverk að jafna lífskjör fólks með svipaðar tekjur en mismunandi framfærslubyrði.

Fæðingartíðni hefur dregist hratt saman á Íslandi og hefur aldrei verið lægri en um þessar mundir. Þrengri fjárhagsleg staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hefur vafalaust hraðað þessari þróun. Lífskjör ungs fólks hafa verið í brennidepli (3) og staða ungs fólks á húsnæðismarkaði hefur versnað.
Minnkandi stuðningur stjórnvalda til barnafjölskyldna er því risastórt skref aftur á bak. Staða ungs fólks, vaxandi kostnaður við nám, kostnaður við barneignir, daggæslu og lækkandi fæðingartíðni er sá veruleiki sem nota má til að rökstyðja aukin stuðnings til barnafjölskyldna.

[1] Sjá nánar í Kjarnanum: https://kjarninn.is/skodun/2017-05-17-barnabaetur-almenn-regla-eda-fataekrahjalp/
[2] Sjá nánar úttekt IMF: https://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2015/cr15315.pdf
[3] Sjá nánar skýrslu Alþingis http://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/1652.pdf

 

Fréttin er byggð á heimildum frá ASÍ og Kjarnanum.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]