Landspítalinn öflugur í íslenskukennslu

14. 07, 2017

Efling hefur styrkt Landspítalann um 900.000 kr. vegna íslenskunámskeiða fyrir Eflingarfélaga fyrstu 6 mánuði ársins. Það er mikið hrós fyrir Landspítalann hversu vel þeir hafa staðið sig í að bjóða upp á íslenskukennslu fyrir starfsmenn sína af erlendum uppruna. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytta nálgun til þess að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Markmiðið er að efla samskipti á íslensku innan vinnustaðarins. Tekið er á þáttum sem eru almenns eðlis og tengjast daglegu lífi ásamt starfstengdum orðaforða, mismunandi eftir störfum hvers og eins.

Starfsmenntasjóðurinn Flóamennt er í eigu Eflingar, Hlífar, VSFK og ríkis / endurhæfingamiðstöðva / dvalar og hjúkrunarheimila.