Efling-stéttarfélag undirritar viljayfirlýsingu

15. 01, 2018

Sigurður Bessason, formaður Eflingar undirritaði fyrir hönd félagsins viljayfirlýsingu  um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar stjórnvalda undirrituðu  sameiginlega viljayfirlýsingu á fundi Vinnueftirlitsins, stjórnar Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytisins sem fór fram á Grand hótel 11. janúar og bar yfirskriftina – Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK! Tilgangur fundarins var að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.Yfirlýsinguna má sjá hér. Upplýsingar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum má nálgast hér.