Hverjir mega vera sjálfboðaliðar? – Nýr kynningarvefur

22. 01, 2018

ASÍ hefur opnað kynningarvef fyrir erlent fólk sem vill koma til Íslands og vinna sem sjálfboðaliðar, www.volunteering.is  Í umræðunni um sjálfboðaliða er því stundum haldið fram að sjálfboðaliðar geti verið eðlilegur hluti af atvinnulífinu og finnist í flestum eða öllum starfsgreinum. Þetta er alls ekki svo í reynd. Sjálfboðaliðar mega eingöngu vera í störfum sem tengjast mannúðar- og menningarmálum auk starfa við  náttúruvernd með skilyrtum hætti. Almennt skilyrði fyrir því að þau geti flokkast undir sjálfboðaliðastörf, er að þau tengist alls ekki fyrirtækjum í samkeppnisrekstri eða  séu hluti af almennum, arðbærum  fyrirtækjum sem hafa launamenn í vinnu.Sjá kynningarvefinn um sjálfboðaliða hér.